14.10.2008 | 22:37
Alltaf eitthvað nýtt
13.10.2008 | 23:13
Nýr stuðningsaðili CDI
CDI býður nýjan stuðningsaðila síðunnar velkominn. Margrét Birgisdóttir heitir stuðningsaðili sá sem ljáði CDI nokkrar kökumyndir. Tvær þeirra hafa nú verið birtar á undir Misc.cakes. Tvær nýjar afmæliskökur eftir Margréti bíða frekari vinnslu og verða birtar á næstu dögum.
Látum fylgja með eina sólarköku - ekki veitir af!
5.10.2008 | 23:17
Latabæjarkaka
CDI birti í dag nýlega unna Latarbæjarköku sína. Kakan er súkkulaðikaka sem skreytt er með sykurhúð og sprautuð með sykurkremi. Geimskip íþróttaálfsins var viðfangsefnið. Á síðunni eru ferilmyndir (sjá Step by step) og myndir frá öllum sjónarhornum.
Afturendi skipsins.
Sjá nánar á:
Með í pakkanum var auðvitað íþróttaálfurinn sjálfur, búinn til úr sykurmassa.
24.9.2008 | 23:32
Nýjar kökur á www.cakedecoideas.com
Mikið er nú gott að eiga bakaravini. Anna vinkona var að taka til í myndasafninu sínu og sendi mér fjórar nýjar kökumyndir.
Sjá Miscellaneous cakes og Children's birthday cakes.
Latarbæjarkaka mitt næsta viðfangsefni. Sonja @CDI
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 11:04
Nýjar kökur væntanlegar
Latarbæjarkaka væntanlega á netið eftir 10 daga! Fylgist með.
Er með í vinnslu 5 nýjar kökumyndir frá Önnu vinkonu. Alltaf eitthvað að gerast!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 22:52
Ný sykurblóm
Það er alltaf jafn skemmtilegt að búa til sykurblóm. Þau eru líka svo falleg skreyting á kökur. Hver stenst sneið með fallegu sykurblómi :-)
http://www.cakedecoideas.com/SugarFlowers/index.htm
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2008 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 08:12
Hugmyndir í tonnatali
Hvernig á maður að losa sig við allar kökuhugmyndirnar úr kollinum þegar það eru bara þrjú barnaafmæli á mínu heimili á ári? Nei, börnin verða ekki fleiri.
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2008 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 22:13
Nýtt á CDI
CakeDecoIdeas uppfærði nýlega marenskökur, súkkulaðikökur og barnaafmæliskökur.
Viltu sjá hvernig þessi kaka er búin til?
Barnaafmæliskökur (Children's birthday cakes) og smelltu á Step by step.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2008 | 22:05
CakeDecoIdeas
Cake Deco Ideas er kökusíða með hugmyndir að kökuskreytingum. Ekki er um að ræða uppskriftasíðu heldur aðeins hugmyndir af því hvernig gera má kökuna meira aðlaðandi og fallega útlits. Barnaafmælissíðan er mjög vinsæl og getur gefið þér og þínum hugmyndir hvað gera má fyrir næsta barnaafmæli.
Kökurnar á síðunni eru allt frá því að vera mjög einfaldlega skreyttar, upp í það að vera aðeins flóknari. En allar venjulegar ofurhúsmæður eiga að ráða við verkið :-) Svo má alltaf senda fyrirspurnin á CDI og fá heimilislegar ráðleggingar varðandi skreytingarnar.
Eftirfarandi kökuflokkar eru á síðunni:
Bitar (bars)
Ostakökur
Barnaafmæliskökur
Súkkulaðikökur
Jólakökur (ekki í eiginlegum skilningi, heldur jólaskreyttar kökur)
Marenskökur
Ýmsar kökur
Múffur
Bökur (pies)
Auka þessa má finna myndir af sykurblómum sem framleiddar eru af höfundi og eiganda CDI.